Þessi vefur er hugsaður sem hjálparhönd til okkar sem þjáumst af því sem kallað er “feimin blaðra” (shy bladder eða paruresis) ef þú ert í þeim hópi þá þarf ekki skýringar, en fyrir þá sem ekki vita þá þýðir þetta að við getum ekki pissað þar sem varnakerfið (fight or flight) er of virkt og stoppar ferlið.
Hér reyni ég að draga saman á eina síðu, allt sem mér datt í hug sem gæti gagnast okkur
Í okkar litla samfélagi þá er erfitt að koma með reynslusögur þar sem allir þekkja alla, ég tók mig til og þýddi nokkrar og setti þær hér inn með tilvísunum en það eru til nokkur spjallborð þjáningasystkina, þú ert ekki einn eða ein að slást við þetta, við erum nokkuð mörg.
Ef þú vilt deila reynslusögu þá er það velkomið og sjálfsagt að virða nafnleynd í okkar litla samfélagi, sendið mér bara e-mail: siggirunar56@gmail.com
Ég opna hér einnig á þann möguleika að hafa spjallborð á islensku, sjáum bara til hvernig það gengur, datt í hug svipað form og Reddit er með, skrá sig inn með “Nikk” nafni eða það sem kallað er Anonymous sem þýðir án nafns.
Megin málið er innihald þess sem gerðist, tilfinningar, vonleysi og bara að geta spjallað við jafningja og finna að við erum ekki ein að ströggla.
Ég ákvað að koma fram undir nafni og segja opinskátt frá þessu, með það fyrir augum að hjálpa öðrum, við báðum ekki um þetta og þetta hefur gríðarleg áhrfif á allt okkar líf og þá einnig á okkar fjölskyldur.