Eins og með flest þá erum við alla-vega, sumt hentar öðrum og öðrum ekki.
En hér tel ég upp það sem hefur hjálpað mér.
a. Búnaður, að hafa möguleika á að pissa án þess að nokkur vita af því, róar hugann og breytir öllu, þarf yfirleitt ekki að nota, nóg að vita að það til plan “B”.
b. Námskeið, ég fór á 3 daga námskeið í Bretlandi hjá UKPT breytti miklu, fróðleikur-æfingar- og að hitta aðra í sömu sporum.
c. Lyf, ef ofsakvíði er viðvarandi, og þú ert í aðstæðum þar sem engin útgönguleið er. Heimilislæknir getur skrifað upp á t.d. Sobril sem slær á kvíða.
d. Spjallborð á netinu t.d. Reddit.com og skrifa í leit t.d. “Shy bladder”, eða “r/Paruresis”.
e. Þvagleggur, ef allt bregst þá er hægt að setja upp þvaglegg, best að hafa samband við nýrnadeild á LSH og fá að hitta hjúkrunarfræðing sem fer yfir þetta með manni.
Ég hef ekki þurft að nota þetta, en bara að vita af þessu og hafa þetta með sér, hjálpar, þú veist þá að það er til lausn ef allt annað bregst.